fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Flóttamannastraumurinn og mannfjöldasprengingin í Afríku

Egill Helgason
Laugardaginn 9. september 2017 20:39

Frá Nígeríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamannastraumur dagsins í dag er eins og barnaleikur miðað við það sem verður ef spár um loftslagsbreytingar ganga eftir. Þá eigum við eftir að sjá æ meiri upplausn í Afríku, fleiri ríki sem eru stjórnlaus. Nú er stríðasti straumur flóttamanna til Evrópu frá Afríku. Fjölmennastir eru Nígeríumenn sem hætta lífinu í skelfilegu ferðalagi yfir eyðimerkur, en reyna síðan að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Hópar glæpamanna nýta sér neyð þessa fólks og láta það borga aleiguna fyrir ferðalagið.

Ferðalagið er aðallega gegnum Líbýu, en Erdoganstjórnin í Tyrklandi kúgar Evrópusambandið statt og stöðugt með hótunum um að opna aftur fyrir ferðir flóttamanna.

En á leiðinni er varla neitt nema brostnir draumar – og lokatakmarkið, nýtt líf á Vesturlöndum, reynist tálsýn ein fyrir langflesta. Margir láta reyndar lífið á leiðinni. Þeir sem komast til Evrópu eru sendir aftur heim.

Angela Merkel hefur lýst því yfir að Nígeríumönnum sem koma sem flóttamenn til Þýskalands verði ekki leyft að vera. Þjóðverjar hafa boðið flóttamönnum fé fyrir að fara aftur heim – og þá einkum þeim sem hafa mjög litla möguleika á að fá að dvelja í landinu. Þetta átak kallast StarthilfePlus.

En eins og segir á flóttamannavandinn eftir að vaxa. Fólksfjöldi eykst gríðarlega í Miðausturlöndum og Afríku. Loftslagsbreytingar gera staði óbyggilega. Það magnar upp stríð. Talið er að helmingur fólksfjölgunarinnar verði í Afríku. Nígeríumenn eru nú 180 milljónir talsins, um miðja öldina er áætlað að þeir verði meira en 300 milljónir og íbúar Nígeríu verði fleiri en Bandaríkjanna. En á tíma þessarar miklu mannfjöldasprengju eru við völd í Bandaríkjunum íhaldssamir karlar sem eru á móti þróunarhjálp og vilja ekki láta fé renna í að takmarka barneignir. Þó er það mikilvægara mál til verndar heimsfriðnum en að fjölga sprengjum.

Mannfjöldanum verður varla haldið frá nema að breyta Evrópu í virki – eða bæta ástandið í upprunalöndum flóttamanna.

Þversögnin er svo að íbúum í Evrópu fækkar vegna minnkandi barneigna. Þjóðirnar verða eldri, meðalaldurinn hækkar stöðugt,  og álagið á heilbrigðis- og velferðarkerfin eykst. Þessa þjónustu hefur reynst ómögulegt að manna án innflytjenda og ekkert sem bendir til þess að það breytist. Innflytjendur eru þjóðhagsleg nauðsyn. Sér á báti eru svo lönd eins og Rússland, Úkraína og Hvíta-Rússland. Þar er því spáð að íbúum hafi fækkað um meira en 15 prósent um miðja öldina. Það er reyndar önnur þversögn að andúðin á innflytjendum og flóttafólki er mest í ríkjum Austur-Evrópu – svo mikil að til vandræða horfir fyrir Evrópusambandið – á sama tíma og þar eru í raun sárafáir innflytjendur.

 

Kort sem sýnir áætlaða fjölgun mannkyns á 21. öldinni. Það er athyglisvert að talið er að Kínverjum fækki þegar líður á öldina. Vöxtur mannfjöldans er langmestur í Afríku og í nokkrum Asíuríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“