fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki fjármálaáætlunina

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styður ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að óbreyttu. Skiptir þar mestu áætluð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna úr 11% í 22,5% á næsta ári. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Í síðustu viku var greindi RÚV frá því að meirihluti fjárlaganefndar hafi lagt það til að fresta ætti hækkuninni á ferðaþjónustuna til ársins 2019 og í staðinn ætti að skoða komugjöld.

Haft var eftir Benedikt Jóhannessyni fjármála- og efnahagsráðherra og formanni Viðreisnar í þættinum Eyjunni í lok apríl síðastliðnum að það kæmi ekki til greina að breyta þessum áformum, ákvörðunin um að hækka virðisaukaskattinn stæði. Ítrekaði Benedikt skoðun sína í Kastljósi í gærkvöldi, sagði hann róttækar lausnir vera það eina í stöðunni til að sporna gegn sterku gengi krónunnar. Var hann ekki hrifinn af komugjöldum, þau öfluðu ekki nægra tekna og væru landsbyggðarskattur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi