fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Lilja og Eygló: Staðan innan flokksins er ekki djöfulleg

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Harðardóttir þingmaður og Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Eygló Harðardóttir þingmaður taka ekki undir með Gunnari Braga Sveinssyni þingmanni að staðan innan Framsóknarflokksins sé „djöfulleg“ og forysta flokksins ætti að íhuga stöðu sína alvarlega. Gunnar Bragi sagði í morgun að töluverð óánægja sé innan flokksins með formannskjörið á flokksþingi síðasta haust þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni:

Það var farið í ákveðna vegferð á síðasta flokksþingi, þar sem að þeir sem fyrir henni stóðu töldu að flokkurinn myndi uppskera vel, en við sáum nú ágætlega hvernig það gekk allt saman,

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

sagði Gunnar Bragi. Eygló Harðardóttir segir við Eyjuna að henni þyki leitt að þetta sé upplifun Gunnars Braga og telur hún þetta ekki rétt mat á stöðu flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður segir í samtali við Eyjuna að hún sé ekki sammála því að staða flokksins sé djöfulleg:

„Hins vegar er það auðvitað þannig að staða flokksins eftir síðasta flokksþing var nokkuð vandsöm vegna þess að það var skipt um formann nokkrum vikum fyrir kosningar. Og flokkurinn skiptist í tvær fylkingar við formannskjörið. Það gefur auga leið að það tekur tíma fyrir stjórnmálaflokk að vinna úr því,“

segir Lilja Dögg. Búið sé að boða til miðstjórnarfundar 20. maí næstkomandi þar sem farið verði yfir stöðu flokksins og hlakkar hún til að taka þátt í þeim umræðum:

Ég held að við munum styrkja okkur á komandi kjörtímabili.

Verður hægt að sætta þessar tvær fylkingar innan flokksins?

Við munum fara yfir stöðuna, hvað hægt sé að gera betur, hvernig sé hægt að styrkja okkur og við sjáum svo hvernig miðstjórnarfundurinn kemur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær