fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sósíalistaforingi segir fyrrverandi formann félags Sjálfstæðiskvenna standa í hótunum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi segir Sirrý Hallgrímsdóttur fyrrverandi formann Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna, standa í hótunum. Í pistli Sirrýar í Fréttablaðinu í dag gerir hún þætti Mikaels Torfasonar, samherja Gunnars Smára, um fátækt að umfjöllunarefni. Segir hún stöðu fátæks fólks mikilvægan mælikvarða á þjóðfélagið og því hlyti RÚV að vanda til verksins:

Mikilvægt var að fá til liðs fræðimenn sem rannsakað hafa fátækt frá mismunandi hliðum, skrifað í ritrýnd tímarit greinar og sýnt með störfum sínum að þeir hefðu víðtæka þekkingu á viðfangsefninu sem styddi við upplýsta umræðu og áframhaldandi skoðanaskipti. En æ nei það er svo leiðinlegt. Fáum frekar Mikka Torfa, skítt og laggó með fræðimennskuna, hver nennir að hlusta á svoleiðis,

segir Sirrý. Segir hún enga taka Mikael og Gunnar Smára trúanlega sem málsvara fátæks fólks og að „hoss þessara lukkuriddara á þeim sem minna mega sín“ muni vart kaupa þeim nætursvefn:

Báðir þessir menn höfðu þar til nýverið verið liðtækir hlaupadrengir peningamanna og þótt harðir í horn að taka þegar samið var um kaup og kjör við alþýðumenn. Gunnar Smári hefur þó gengið lengst og lét það verða sitt síðasta verk sem kapítalisti að láta fólk vinna fyrir sig og svíkjast svo um að borga laun, einhvers konar afbrigði af þrælahaldi.

„Fátækir hafa ekkert vit á fátækt“

Gunnar Smári, sem hefur látið mikið kveða að sér undanfarið vegna afsagnar sinnar sem ritstjóri og útgefandi Fréttatímans og vegna væntanlegrar stofnunar Sósíalistaflokks Íslands 1.maí næstkomandi, segir á Fésbók að skrif Sirrýar feli í sér hótun:

Þessi skrif formanns Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokksins og fyrrum aðstoðarmanns Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra er hótun: Þið, sem viljið setja fátækt og misskiptingu auðs á dagskrá í íslensku samfélagi og benda á að öryggisnet venjulegs launafólks hefur verið rifið svo að auðstéttin geti hrifsað til sín enn meiri gæði; þið ættuð að hugsa ykkur tvisvar um.

Segir Gunnar Smári að innan Sjálfstæðisflokksins sé „hellingur af fólki án sómakenndar sem veigri sér ekki við að „ausa skít og óþverra“ yfir fólk, sósíalistar taki þessu fagnandi

Mikael gaf fátækum rödd og leyfði þeim að segja sögu sína. Það finnst Hvatarkonum ósvinna. Fátækir hafa ekkert vit á fátækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“