fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Sigurður Ingi Jóhannsson: Við viljum setja á einskonar komugjöld

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 9. apríl 2017 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Reykjanes sendi þingmönnum þrjár spurningar og bað þá um svör. Þingmenn í Suðurkjördæmi eru 10. Athyglisvert að sumir svara ekki. Hér koma svör Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins.

Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári.Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðammastaður landsins þurfi áfram að bíða?

Á síðasta ári var samþykkt að flýta framkvæmdum við 2 hringtorg á Reykjanesbraut ásamt því að lagfæra það sem Vegagerðin taldi nauðsynlegt af öryggisástæðum. Það er auðvitað ekki ásættanlegt ef til kemur að ekki verði farið í þær vegabætur né heldur nauðsynlegar framkvæmdir við Grindavíkurveg. En einnig þarf að setja fram heildstæða áætlun að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar og tryggja öryggi vegfaraenda.

Misserum saman hefur verið rætt um að innheimta gjald af þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem kemur til landsins til að standa undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegakerfis og aðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum. Rætt hefur verið um ferðamannapassa, vegatolla, hækkun á gistináttaskatti, komugjöld o.fl. en ekkert gerist.

Hvaða leið vilt þú fara?

Við framsóknarmenn viljum setja á einskonar komugjöld – farþegagjald sem annars vegar gæti runnið til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða en einnig næstu 3-5 árin fjármagnað vegaframkvæmdir sem öllum er ljóst að fara þarf í. Hinsvegar er hægt að nýta farþegagjaldið í stýringu með því að hafa það mishátt eftir árstíðum og eftir því hvar menn lenda.  Einnig viljum við breyta gistináttagjaldinu úr fastri krónutölu í heimild til sveitarfélaga að leggja allt t.d 3% gjald á gistingu. Gjaldið rynni til sveitarfélaga og myndi skila sbr upphæð og fyrirhuguð hækkun gistináttaskatts eða rúmmlega 1 milljarði. Með því að gjaldið rynni til sveitarfélaga verður meiri hvati til eftirlits hjá sveitarfélögunum með að allir hafi starfsleyfi og greiði sín gjöld

Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku í atvinnulífinu t.d. með því að taka að sér hlutastarf. Á sama tíma eru frítekjumörk sett í 25. Þúsund krónur á mánuði. Eftir það verður 45% skerðing á greiðslum frá TR, þannig að viðkomandi heldur eftir skatta aðeins um 30% launanna.

Er þetta ásættanlegt?

Við breytingar á kerfinu á síðasta ári var megin markmiðið að auka hlut þeirra sem lægstar hefðu tekjur – það tókst. Það er misskilningur í spurningunni vegna þess að menn geta haft um 1.2 milljónir á ári í tekjur án þess að greiða skatt. Hinsvegar er ég sammála því markmiði að hvetja eldri borgara – sem það vilja og geta – að vinna og næsta breyting gæti því verið að hækka frítekjumarkið.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“