fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Hannes Steindórsson segir útskýringarnar á ástandinu á fasteignamarkaðnum einfaldar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. febrúar 2017 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Steindórsson fasteignasali

Einfaldar skýringar eru á ástandinu á húsnæðismarkaðnum á Íslandi samkvæmt Hannesi Steindórssyni fasteignasala hjá Lind fasteignasölu. Hann var annar gesta Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjunni á ÍNN. Hannes segir að það rétt að ástandið sé afar erfitt á fasteignamarkaði, mikill eftirspurn sé en framboðið alls ekki að anna því sem valdi því að verðið rýkur upp.

Það er alltaf verið að byggja eitthvað en það er langt frá því að vera nóg,

Segir Hannes og bætir við að þó að málaflokkurinn sé mikið í deiglunni nú er umræðan ekki ný af nálinni. Undanfarin tvö ár hefur verið rætt um að byggja þurfi fleiri íbúðir en ástandið hafi samt sem áður aldrei verið jafn slæmt og það er í dag. Hannes nefnir að um 400 til 500 eignir í fjölbýli séu til sölu á öllu höfuðborgarsvæðinu og þar af eru 11 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem séu 70-100 fermetrar og sett verð er undir 30 milljónum.

Þú getur rétt ímyndað þér hvort að það séu fleiri en ellefu að leita að slíkum íbúðum,

segir Hannes.

Markaðurinn er ekki að standa undir eftirspurninni og ekki stefnir í að málin lagist á næstu árum. Þó að íbúðir séu að koma á markaðinn sé magnið það lítið að það breyti í raun engu. Þetta sé einnig farið að gerast á mörkuðum í kringum Reykjavík, til að mynda á Reykjanesi.

Hvers vegna varð ástandið svona slæmt á svona stuttum tíma?

Það er of lítið byggt. Það er of lítið úthlutað af lóðum,

segir Hannes og er ekkert að flækja hlutina.

Hér má horfa á Eyjuna í heild sinni:

Eyjan 23FEB17 from inntv on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist