fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur sendir neyðarkall til þingmanna: „Þetta er réttlætismál!“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV.

Það eina sem stóð út af að sjómenn kláruðu kjarasamninga í gærkvöldi við útgerðarmenn var að fá vilyrði frá sjávarútvegsráðherra fyrir því að stjórnvöld myndu liðka fyrir því að dagpeningar sjómanna yrðu meðhöndlaðir með sambærilegum hætti og hjá öðru launafólki sem þarf að greiða fyrir fæðiskostnað vegna starfs síns víðsfjarri heimili sínu. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness á Fésbókarsíðu sinni í færslu sem hann birti seint í gærkvöldi. Minnir hann á að það sé mjög algengt að stjórnvöld liðki fyrir gerð kjarasamninga:

Það er skemmst frá því að segja að fulltrúar sjómanna áttu fund með sjávarútvegsráðherra þar sem þessu var hafnað! Hins vegar lagði sjávarútvegsráðherra fram tillögu þar sem stjórnvöld væru reiðubúin að fram færi heildstæð greining á því hvenrig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattlegu tilliti. Takið eftir þessi skoðun á að liggja fyrir eigi síðar í lok apríl!,

segir Vilhjálmur, spyr hann hvers vegna stjórnvöld hafi ekki verið búin að þessu:

Á þessari forsendu lá orðið fyrir uppúr miðnætti að sjómenn gátu ekki undir nokkrum kringumstæðum klárað nýjan kjarasamning því það er ljóst að þetta atriði skiptir hagsmuni sjómanna miklu máli. Þetta er réttlætismál!

Sjómenn ekki að biðja um ölmusu

Segir Vilhjálmur að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefði verið tilbúin að liðka fyrir í málinu þá hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn strax í dóm sjómanna og ef sjómenn samþykktu hann hefði flotinn getað verið kominn til veiða innan nokkra daga:

Það er mjög mikilvægt að allir átti sig á því að íslenskir sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis að fá að sitja við sama borð og annað launafólk sem þarf að greiða fæðiskostnað þegar það starfar fjærri sínu heimili. Mikilvægt er að allir átti sig á því að sjómenn greiða fyrir fæði sitt!

Sjómenn hafi fært miklar fórnir við störf sín og sjávarútvegurinn með sjómenn og fiskvinnslufólk í broddi fylkingar hafi byggt þetta land upp í gegnum áratugina. Vilhjálmur segir sjómenn hafa lagt sig gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu, en það verði ekki gert nema þetta réttlætismál nái í gegn:

Ég biðla, reynar má segja að ég sendi neyðarkall til Alþingsmanna um að taka stöðu með íslenskum sjómönnum og koma þessu réttlætismáli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð og annað launafólk hvað frádrátt á fæðiskostnaði varðar þegar menn starfa víðsfjærri sínu heimili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki