fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Heildarútgjöld ferðamanna hækkuðu um 33% á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 27%

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi hækkuðu um rúm 33 prósent milli ára árin 2014 til 2015, á sama tíma fjölgaði ferðamönnum um 27%. Útgjöld til farþegaflutninga drógust saman milli ára en hlutdeild gistiþjónustu fór vaxandi. Þetta kemur fram í töflum um ferðaþjónustureikninga sem birtir eru á vef Hagstofu Íslands.

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu ríflega 263 milljörðum króna árið 2015 samanborið við ríflega 197 milljarða króna árið 2014. Hlutdeild útgjalda vegna farþegaflutninga með flugi í heildarútgjöldum erlendra ferðamanna hefur dregist saman síðustu ár, var 28,9% árið 2009 en 21,9% árið 2015. Á sama tíma hefur hlutdeild gistiþjónustu farið vaxandi í heildarútgjöldum erlendra ferðamanna á Íslandi, en hún var 21,3% árið 2015, samanborið við 18,8% árið 2009.

Árið 2015 var heildarfjöldi ferðamanna 1.587.071. Þar af voru 297.946 daggestir með skemmtiferðaskipum en þeim fjölgaði um 18% frá árinu 2014. Fjöldi næturgesta var 1.289.125 og voru þeir 29% fleiri en árið áður, alls fjölgaði erlendum ferðamönnum um tæplega 27% samanborið við árið áður. Á árunum 2010 til 2013 hækkaði hlutfall ferðaþjónustunnar af vergri landsframleiðslu um 1,3 prósentustig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki