fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Trump vill funda með Pútín í Reykjavík

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U.S. President-elect Donald Trump speaks at a USA Thank You Tour event at U.S. Bank Arena in Cincinnati, Ohio, U.S., December 1, 2016. REUTERS/Mike Segar
Donald Trump sver embættiseið og verður forseti Bandaríkjanna næstkomandi föstudag.

Donald Trump vill funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fyrstu vikum forsetatíðar sinnar sem hefst næstkomandi föstudag. Vill hann funda með Pútín í Reykjavík líkt og Ronald Regan gerði með Mikhail Gorbachev árið 1986. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times.

Þar er haft eftir breskum embættismönnum að fyrsti fundur Trump með erlendum þjóðarleiðtoga verði með Pútín og horft sé sérstaklega til Reykjavíkur sem fundarstað. Markmið fundarins verður fyrst og fremst að bæta samskipti Vesturlanda við Rússa og hefur Trump í hyggju að ræða við Pútín um fækkun kjarnavopna, sem var einnig á dagskrá í Höfða undir lok kalda stríðsins. Forsetinn verðandi sagði í nýlegu viðtali við Wall Street Journal að hann hyggist ekki afnema viðskiptaþvinganir sem Obama setti á Rússa fyrst um sinn, en hann sé tilbúinn að starfa með Rússum og Kínverjum. Það komi svo í ljós á fundinum, hvort hann muni létta af þvingununum og tryggja samvinnu Rússa í baráttunni gegn öfgaöflum.

Í frétt Sunday Times er einnig haft eftir embættismönnum í rússneska sendiráðinu í Lundúnum að það sé líklegt að Rússar samþykki fundarboðið. Theresa May forsætisráðherra Bretlands undirbýr einnig heimsókn í Hvíta húsið, er áformað að hún fundi með Trump í lok febrúar.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti