fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Nokkrir hlutir sem má ekki gera í Reykjavík

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. mars 2016 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar af elstu frásögnum frá Íslandi bera þess merki að höfundarnir ferðuðust aldrei til landsins. Það á við um Dietmar Blefken, Johann Anderson og Gories Peerse. Eða altént eru áhöld um að þeir hafi komið hingað. Það hindraði þá samt ekki í að ausa úr viskubrunni sínum um land og þjóð.

Núorðið eru samgöngur auðveldar, svo maður gerir heldur ráð fyrir að þeir sem skrifa um Ísland hafi sótt landið heim. Þetta er náttúrlega ekki nema fáir klukkutímar frá stórum borgum í Evrópu. En það er ekki víst.

Á vef sem nefnist About Travel skrifar meintur sérfræðingur í ferðalögum um Skandinavíu um „10 hluti sem ferðamenn eiga ekki að gera í Reykjavík“. Þetta er athyglisverður listi.

Fyrst kemur bábiljan að Íslendingar vilji alls ekki þjórfé – að  það þyki beinlínis stórlega móðgandi við Íslending ef honum er gefið þjórfé. Ég held að Icelandair hafi komið þessu á kreik á sínum tíma. Ég hef komið talsvert nálægt veitingarekstri á ævi minni og veit að þjónustufólki finnst ágætt að fá þjórfé – hvað annað? Það er ekki eins og launin séu frábær!

Þvínæst segir að ferðamenn eigi að varast að vera háværir sökum þess að Íslendingar séu svo lágværir. Meira að segja svo lágværir að ef þeir hitti háværan mann muni þeir ósjálfrátt álykta að hann sé ferðamaður – eða fylliraftur!

Þá eru ferðamenn varaðir við því að kvarta undan matnum. Hvarvetna á Íslandi séu innfæddir að borða hrútspunga og illa þefjandi hákarl, þetta séu algengir forréttir, og íbúarnir taki því illa ef þeir eru truflaðir við neysluna af kvartandi útlendingum. Þeim er ráðlagt að stara ekki á Íslendinga sem eru að matast.

Ennfremur er ferðamönnum tjáð í greininni að kaldhæðni eigi ekki við á Íslandi. Íslendingum hætti til að taka brandara bókstaflega. Þeir skuli líka varast að segja íslensk orð með vitlausum framburði – það geti talist vera móðgun.

Hörðum drykkjumönnum er ráðlagt að forðast Reykjavík, þeir muni verða sér til skammar, enda er sérstaklega tekið fram að Íslendingar þoli áfengi mjög vel!

Varast skal að hneykslast á því hvað Íslendingar eru lausir við mannasiði. Þeir geri hluti á almannafæri sem víðast annars staðar fari fram í einrúmi – eins og að ropa og prumpa. Þeir skammist sín ekkert fyrir slíkt, það þýði ekkert að kvarta undan ropum og prumpi.

Loks er þeim sem hyggja á ferðir til Íslands bent á að skylda sé að fara í sturtu áður en gengið er til saunabaðs. Það sé alveg bannað að fara þurr og óþveginn í sauna.

Það er einkum við lestur síðasta liðsins sem mann fer að gruna að höfundur hafi ekki komið til Íslands. Sauna?

 

63742f8668-380x230_o

Ferðavefurinn About Iceland greinir frá því að Íslendingar prumpi mikið og ropi á almannafæri og að ekki tjói að gera athugasemdir við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns