fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Strauss-Kahn um mistökin í Grikklandi – leggur til tveggja ára skuldafrí

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. júní 2015 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominique Strauss Kahn hefur ratað í ýmis vandræði í einkalífinu. Þau urðu þess valdandi að hann gat ekki boðið sig fram til forseta í Frakklandi, þótt margir teldu að hann væri hæfastur til þess. Hugsanlega hefði Strauss-Kahn getað staðið uppi í hárinu á Merkel og fjármálaráðherra hennar, Schäuble, og áherslu  þeirra á aðhaldsaðgerðir sem hafa reynst svo skaðlegar í Evrópu.

Í Frakklandi ríkir efnahagsleg stöðnun á tíma afar veiks forseta, Francoise Hollande.

Strauss-Kahn þótti standa sig afar vel sem forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en þeim ferli lauk með hinni óskemmtilegu uppákomu á Sofitel hótelinu í New York þar sem Kahn var ásakaður um að hafa nauðgað þjónustustúlku. Málið var reyndar allt hið dularfyllsta og var síðar látið niður falla.

Strauss-Kahn birti í gær á Twitter greinargerð sem hann hefur samið um skuldavanda Grikklands. Hann segir þar að Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eigi ekki að láta Grikki hafa meiri peninga. Það sé fáránlegt, enda renni þetta fé beint aftur til lánadrottna.

Á móti eigi Grikkir að fá að bíða með afborganir af lánum næstu tvö árin og síðan verulega skuldaniðurfærslu.

Þessi tvö ár eigi Grikkir að nota til að fást við innri vanda sinn, en til þess hefur ekki verið mikið ráðrúm. Bæta skattheimtuna, takast á við hagsmunaaðila og olígarkana í landinu. Grikkir muni þurfa að grípa til erfiðra ráðstafana, en það verði á þeirra eigin forsendum.

Ef Grikkir nái árangri, þá verði hægt að veita þeim verulega leiðréttingu skulda að þessum tíma loknum. „Það er ekki víst að þetta virki,“ segir Strauss-Kahn, „en hinir valkostirnir eru verri.“

Strauss-Kahn segir að mikil mistök hafi verið gerð í tilfelli Grikklands, það sé hræðilegt að ætla halda áfram með hina misheppnuðu áætlum sem hefur verið í gangi og framlengja þannig efnahagshörmungarnar langt umfram það sem skynsamlegt er og hinar eilífu slítandi deilur milli skuldara og lánadrottna.

„Þetta eru mistök sem Evrópa hefur gert of oft í sögu sinni til að endurtaka þau einu sinni enn,“ segir Strauss-Kahn.

 

images-14

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar