fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Tsipras boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu – snilld eða rugl?

Egill Helgason
Laugardaginn 27. júní 2015 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður kveikir á sjónvarpi hér í Grikklandi og það er stanslaus pólitík á öllum stöðvum. Þjóðin er heltekin af stjórnmálum, enda upplifir hún endalaust drama. En þetta hlýtur að vera mjög lýjandi. Umræðan hér er mun óvægnari en nokkurn tíma á Íslandi. Það er hlægilegt þegar fólk er að líkja ástandinu á Íslandi við það sem er í Grikklandi.

Nú hefur forsætisráðherrann Tsipras boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um síðasta tilboð Evrópusambandsins til Grikkja. Fyrirvarinn er stuttur, atkvæðagreiðslan verður strax 5. júlí.

Er þetta snilldarbragð eða rugl?

Tsipras segir að fólkið eigi að ráða – það er erfitt fyrir stjórnendur Evrópusambandsins að deila við það. Sjálfur talar hann um afarkosti og fjárkúgun, og hvetur kjósendur til að fella tilboðið.

Foringjar gömlu flokkanna sem á sínum tíma sigldu öllu í strand eru hins vegar mjög gagnrýnir á þetta og segja að Tsipras sé að fara með Grikkland út úr Evrópu. Það er erfitt að líta á atkvæðagreiðsluna sem annað en val um hvort Grikkir eigi að vera áfram í evrunni. Talsverður meirihluti þjóðarinnar hefur verið á því máli – en það gæti breyst þegar rýnt verður í tilboð ESB. Sagt er að Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, maðurinn sem virðist ráða ferðinni þar, vilji hrekja Grikki út úr evrusamstarfinu.

Því má heldur ekki gleyma að Syriza, vinstri flokkur Tsipras, er ekki einn í ríkisstjórn, heldur starfar hann með flokki sem telst vera hægri pópúlískur. Sá flokkur, Sjálfstæðir Grikkir, er á harður á móti öllum niðurskurði, hann vill reyndar líka að Þjóðverjar greiði Grikkjum stríðsskaðabætur og er andsnúinn fjölmenningu, innflytjendum og samkynhneigðum.

Þetta er skringilegt samstarf milli Sjálfstæðu Grikkjanna og vinstra liðsins í Syriza.

Svo er spurningin hvort kjósendur í Grikklandi skilji nógu vel afleiðingar þess að hverfa aftur í gamla gjaldmiðilinn, drökmuna. Menn eru þegar farnir að tala um áhlaup á banka, biðraðir eru farnar að myndast við hraðbanka til að taka út peninga.

Þetta er býsna vogað spil hjá Tsipras – og gæti orðið honum sjálfum og flokki hans að falli. Andstæðingar hans segja að hann sé að leika sér að örlögum Grikklands. En Tsipras segist ætla að virða niðurstöðuna hver sem hún verður.

alexis-tsipras-afp_650x400_71434686044

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar