Það er mikið til í því hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að íslenska hrunið hafi ekki stafað af „nýfrjálshyggju“.
Aðrar skýringar eru nærtækari.
Eins og að bankar voru einkavæddir í hendurnar á klíkubræðrum sem höfðu hvorki vit né siðvit til að reka banka með samfélagslega ábyrgum hætti, heldur notuðu þá sem miðstöðvar fyrir brask.
Eins og að ekki er hægt að byggja alþjóðlega fjármálamiðstöð á örgjaldmiðli eins og krónunni.
Og því að fölsk kjör, viðskipti og væntingar byggðust upp á alltof hátt skráðu krónugengi sem var óhugsandi að entist.
Þannig að skýringarnar eru frekar græðgi, fyrirhyggjuleysi, siðspilling, vinahygli og klíkuskapur og kannski bara hrein heimska.