fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Fyrri heimstyrjöldin – í pólitískum tilgangi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. janúar 2014 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri heimstyrjöldin var afleiðing heimsku, hroka, græðgi og þjóðrembu.

En það er svo merkilegt að enn virðist vera hægt að deila um þessa styrjöld 100 árum eftir að hún braust út.

Milljónir ungra karlmanna dóu algjörlega að þarflausu á vígvöllum og í skotgröfum. Þeim var att þangað af stjórnmálamönnum og hershöfðingjum – núorðið er erfitt að líta á þá sem annað en stríðsglæpamenn. Þetta var á tíma þegar nýlendustefnan var í hámarki – útþensla og heimsyfirráð voru á dagskránni.

En fyrri heimstyrjöldin er samt enn partur af þjóðrembu í sumum ríkjanna sem tóku þátt. Ekki í Þýskalandi – þar skilja menn hörmungarnar sem stríðið leiddi yfir Evrópu, sumir segja að þeim hafi í raun ekki lokið fyrr en 1989. Þetta er kallað stutta 20. öldin, frá 1914 til loka kalda stríðsins. Í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar komu Versalasamningarnir, Weimarlýðveldið, Hitler og Þriðja ríkið, Auschwitz, Járntjaldið.

Í Bretlandi er þráttað um stríðið. Þar fer fremstur í flokki menntamálaráðherrann Michael Gove sem finnst lítið gert úr stríðinu og nefnir leikrit eins og Oh What a Lovely War og sjónvarpsþættina Blackadder. Honum finnst að þarna, og í verkum fræðimanna um stríðið, gæti óþjóðlegra viðhorfa.

Þannig er stríð fyrir hundrað árum orðið partur af pólitískum deiluefnum samtíðarinnar. Gove er sakaður um að nota það í pólitískum tilgangi. Margir hafa orðið til að svara honum, meira að segja Tony Robinson, sem lék Baldrick, aðstoðarmann Blackadders í sjónvarpsþáttunum, stígur fram og gagnrýnir ábyrgðarlaust tal sem eigi ekki að koma úr munni ráðherra menntamála.

article-0-1A62F4C000000578-327_634x459

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt