Ég er ekki vanur að ganga með bækur á tungumálinu hindí undir hendinni.
Á því var þó undantekning í gær. Ég hélt á ljóðasafni eftir Gerði Kristnýju á hindí á Skólavörðustígnum.
Þá kom indversk fjölskylda, þau voru að leita að ítölskum veitingastað, sögðust vera frá Mumbai.
Ég sýndi þeim náttúrlega bókina sem ég hélt á, jú, þarna voru lesendurnir komnir. Þau urðu frekar undrandi og ég fékk að taka þessa mynd.