fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ögmundur og klámið

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir kosningar árið 2007 nefndi Steingrímur J. Sigfússon orðið netlögreglu. Hann þurfti að eyða miklum tíma í kosningabaráttunni til að skýra út hvað hann átti við, hefði sjálfsagt viljað vera laus við það.

Nú eru að renna upp kosningar árið 2013 og boðað er frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra gegn klámi á internetinu.

Maður finnur strax að það á eftir að verða mikill hvellur út af þessu.

Þetta þarf samt ekki að vera slæmt fyrir ráðherrann og flokk hans – andúð á klámi og ákveðin tegund af ný-púrítanisma á vinstri væng hefur farið mjög vaxandi síðustu ár.

Einhvers staðar var stungið upp á því að þessar hugmyndir væru bara til heimabrúks í VG, en það er alls ekki víst – þær njóta örugglega fylgis út fyrir raðir flokksins. Og það er spurning hverjir eru til í að tala máli kláms og klámhunda?

En andstaðan verður ábyggilega mikil – ef af verður – og við eigum eftir að heyra ásakanir um ritskoðun. Og svo er líka annað mál – hvort þetta sé yfirleitt framkvæmanlegt?

Og síðan er spurningin um hvar eigi að draga mörkin. Allt klámflóðið á netinu er harla ógeðfellt – en hvaða yfirvald á að ákveða hvað skal banna og hvað ekki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar