fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ráðgátan um lok byggðarinnar á Grænlandi

Egill Helgason
Laugardaginn 12. janúar 2013 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein áhugaverðasta ráðgátan í sögu norðurhvels er hvað varð um norrænu mennina sem byggðu Grænland frá því fyrir 1000, en hurfu svo um miðja 15du öld.

Það var ýmislegt sem hrjáði þetta fólk, veðrátta versnaði þegar árin liðu – í grein á vef ABC sjónvarpsstöðvarinnar er vitnað í rannsóknir danskra og kanadískra vísindamanna sem sem segja að norræna fólkið hafi farið að éta meiri sel og fiskmeti eftir því sem harðnaði í ári. Hlutur búfjár í mataræðinu minnkaði mikið – svín virðast hafa horfið algjörlega.

Vísindamennirnir, sem hafa rannsakað bein norrænu íbúanna, sjá ekki merki þess að farsóttir hafi eytt byggðinni – og ekki hungrið heldur. Hins vegar jókst einangrunin mjög. Skipaferðir lögðust af, það var engin eftirspurn lengur eftir aðalútflutningsvöru norrænu byggðarinnar sem var tannfé og skinn. Það var ekkert timbur til að byggja úr og varla nein verkfæri heldur.

Í fréttinni segir að íbúarnir hafi á endanum yfirgefið byggðina. Á síðari árum er áberandi lítið af beinum ungs fólks – af því ráða þeir að yngra fólkið hafi farið burt. Einnig má greina að þeir skildu eftir lítið af verðmætum, sem gæti bent til þess að undanhaldið hafi verið skipulagt.

Þó er í fréttinni ekki svarað þeirri spurningu hvernig þeir komust burt eða hvert þeir fóru – skipaferðir voru jú afar stopular á þessum tíma.

En þeir hefðu kannski átt að þrauka í sex hundruð ár í viðbót – þá hefðu þeir getað orðið eitthvert ríkasta fólk í heimi, líkt og stefnir í að nútíma íbúar Grænlands verði…

Norrænir menn bjuggu í tveimur byggðarlögum á vesturströnd Grænlands, gegnt Ameríku. Þær nefndust Eystribyggð og Vestribyggð, hér er yfirlitsmynd af þeirri stærri, Eystribyggð. Mynd af Vísindavef Háskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar