fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Setti Seðlabankinn Ísland á hausinn?

Egill Helgason
Mánudaginn 22. júlí 2013 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Björn er höfundur þessa pistils. Sjáið fleiri greinar eftir Jóhannes á vefnum vald.org.
— — —

Setti Seðlabankinn Ísland á hausinn?

Eitt lykilatriði sem Gunnar Tómasson hefur bent á í sambandi við hrunið  hefur ekki fengið nægjanlega umfjöllun: Seðlabankinn braut sennilega lög þegar hann frestaði gjaldþroti bankanna um a.m.k. tvö ár.

Gömlu bankarnir tóku gríðarlega há erlend lán árið 2003 sem voru til fimm ára. Strax 2005 eða í ársbyrjun 2006 var ljóst að bankarnir yrðu ekki í aðstöðu til þess að endurgreiða þessi lán haustið 2008. Rannsóknarskýrslan segir að bankarnir hafi verið komnir í veruleg vandræði 2006.

Næst gerast tveir hlutir sem rannsaka verður niður í kjölinn.

Stjórnendur Seðlabankans vissu vel að gjaldeyristryggð lán voru ólögleg, enda var Eiríkur Guðnason í nefnd sem samdi frumvarp að lögum nr. 38/2001, en samt voru þau leyfð.

Næst kom (að virðist) hroðalegasta bókhaldsvindl Íslandssögunnar. Seðlabankinn skilgreindi gjaldeyristryggð lán – lán veitt í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum – sem gjaldeyriseign í bókhaldi bankanna!

Hvers vegna var þetta gert? Jú, samkvæmt 13 gr. Seðlabankalaga frá 2001 máttu gjaldeyrisskuldir bankanna ekki fara yfir 10% eigna þeirra í erlendri mynt. Sá sem átti eignir upp á milljón dollara mátti ekki skulda meira en 1,1 milljón dollara. Með því að reikna lán í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum sem GJALDEYRI var bönkunum haldið á floti.

Þegar bankarnir rúlluðu í septemberlok 2008 mátti neikvæð gjaldeyriseign þeirra vera, lögum samkvæmt, um 100 milljarðar. Staðan var hins vegar neikvæð um 2800 milljarða! Þróun sem gat átt sér stað eingöngu vegna þess að íslenskar krónur voru bókfærðar sem gjaldeyrir.

Bankarnir voru gjaldþrota 2006 og bókhaldið hefði sýnt þá staðreynd ef Seðlabankinn hefði ekki leyft þeim að spila með bókhaldið. Tíminn hafði feikilega mikið að segja. Það hefur verið reiknað út að ef bankarnir hefðu farið á hausinn í ágúst 2007 þá hefði þjóðin sparað sér 2250 milljarða.

Við skiljum aldrei almennilega IceSave-delluna, ástarbréf bankanna og annað nema við fáum skýr svör við nokkrum spurningum:

Hvaða aðilar innan Seðlabankans tóku ákvörðun um að leyfa bönkunum að stunda ólöglega lánastarfsemi í formi gjaldeyristryggðra lána?

Hvaða aðilar tóku þá ótrúlegu ákvörðun að breyta íslenskum krónum í gjaldeyri í bókhaldi bankanna og hvers vegna?

Þetta eru lykilspurningar og við skiljum aldrei hrunið fullkomlega nema við fáum greinagóð svör við þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“