fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Mun Ólafur beita sér fyrir sátt?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. júlí 2013 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt þarf að vera alveg á hreinu: Veiðigjald er ekki skattur.

Ef ég kaupi mér veiðileyfi í á eða vatni á Íslandi, myndi engum detta í hug að kalla það skatt.

Þetta er gjald fyrir afnot. Þau tíðkast í ýmsum myndum. Það telst ekki heldur vera skattur ef ég fer á bókasafn og fæ lánaða bók. Ég fæ að nota bókina og greiði fyrir það hóflegt gjald.

Eins er það með olíuvinnsluna í Noregi – og vonandi á Íslandi ef hún fer í gang hér – það er ekki skattur þótt einkafyrirtæki fái að nota auðlindina gegn gjaldi. Það dettur engum í hug að leyfa þeim að gera það ókeypis – enda væri það ekkert annað en gjöf eða „gjafagjörningur“ eins og það heitir stundum.

Að þessu sögðu kemur ekkert á óvart að Ólafur Ragnar Grímsson hafi undirritað lögin um veiðigjaldið. Það er satt að segja heldur ótrúverðugt þegar hann ræðst að Gunnari Helga Kristinssyni prófessor sem sagði að Ólafur hafi komið sér í erfiða stöðu með sífelldu tali um sínu um þjóðarvilja og þingvilja og gjá milli þings og þjóðar.

Ólafur talar svolítið eins og hann sé eini maðurinn sem sé fær um að túlka þetta.

En um leið talar hann um nauðsyn á víðtækari sátt um sjávarútveginn. Þetta orðalag hefur oft verið notað og margar hafa þær verið nefndirnar.

Ætli Ólafur Ragnar, valdamesti forseti Íslands frá upphafi, sé þá til í að beita sér í alvöru fyrir slíkri sátt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi