
Viðskiptaráðherrann ungi, Björgvin G. Sigurðsson verður gestur í Silfri Egils í dag. Björgvin. Yfirlýsingar Björgvins um rétt neytenda og afnám stimpilgjalda- og vörugjalda vöktu mikla athygli í vikunni. Athyglin beinist líka að honum nú þegar bankar eru að fara að skrá hlutafé sitt í evrum og umræða um Evrópusambandsaðild virðist vera að komast á fulla ferð, sbr. orð Guðfinnu Bjarnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fyrr í vikunni.
Og svo má ekki gleyma orkuútrásinni – hvernig eigum við að haga henni? Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, flokksbróðir og vinur Björgvins, er á fullu að vinna að útrásarmálum, í Indónesíu og á Filippseyjum.
Og hvað með hæstu landbúnaðarstyrki á byggðu bóli sem hér eru við lýði?
Af öðrum gestum í Silfrinu má nefna alþingismennina Álfheiði Ingadóttur, Árna Pál Árnason og Bjarna Harðarson, Birgi Tjörva Pétursson, framkvæmdastjóra Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál, Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði og Hallfríði Þórarinsdóttur mannfræðing.