fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Íslensk náttúra, aðskotadýr og -plöntur

Egill Helgason
Föstudaginn 28. september 2012 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúrufræðistofnun Íslands telur að kanínur hafi ekki þegnrétt í íslenskri náttúru – og því ber líklega að útrýma þeim.

Það er reyndar spurning hvar eigi að draga mörkin.

Við landnám var refurinn eina spendýrið í íslenskri náttúru. Rebbi var kóngurinn.

Svo fjölgaði tegundunum, faunan er reynda ekki mjög fjölbreytt.

Við höfum húsdýrin hunda, ketti, kýr, kindur, hross, geitur og svín – úti í náttúrunni eru rottur og mýs, hreindýr, minkur sem er nokkuð nýlegt aðskotadýr og nú kanínur – fyrir utan rebba.

Á sama tíma hefur gróðurfar í landinu tekið miklum breytingum. Fyrst er sagt að landið hafi verið viði vaxið frá fjalli til fjöru, svo var skóginum eytt, en á síðustu öld hafa bæst við ótal tegundir sem voru ekki til hérna, bæði tré og blóm.

Umdeildastar eru greni – lengi var deilt um hvort það ætti heima á Íslandi – og svo lúpínan, en margt fólk getur misst sig í ógurlegan ham þegar á hana er minnst. Sumir vilja útrýma henni, en vegna hennar eru sandar sunnanlands víða grónir – það hefur gerst á stuttum tíma. Bændur hafa meira að segja ræktað korn í jarðvegi sem lúpínan hefur skapað.

Á síðustu árum höfum við séð fuglategundir og skordýr sem voru ekki til hér áður. Við getum víst ekki gert mikið í því.

Spurningin er hvar við eigum að draga mörkin – er til einhver útgáfa af Íslandi sem við eigum fyrir alla muni að halda í, og hvað megum við ganga langt í að uppfæra?

 

Mynd þessi er af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, ljósmyndarinn er Trausti Baldursson. Myndin sýnir tvær framandi tegundir í náttúru Íslands, kanínu og alaskalúpínu. Á vefnum kemur fram að það sé opinbert mat að kanínan sé framandi tegund sem beri að útrýma í náttúru Íslands ellegar hafa á henni stranga stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt