fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Friðrik: Ósjálfbærar peningaeignir og löngu ónýt króna

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. ágúst 2012 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson, hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum, skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hann nefnir Eignavandann. Greinin bendir á veikleikana í íslenska efnahagsbatanum og gallana við þá leið að ábyrgjast allar innistæður í bönkum á meðan skuldarar þurftu að taka á sig þungar byrðar. Greininni líkur á svofelldum orðum:

„En tíminn er líkast til að renna út hvað varðar róttækar aðgerðir í efnahagsmálum. Kreppan er búin segja stjórnvöld og stjórnarandstaðan tekur hálfgildings undir og heldur því fram að hún væri ennþá meira búin ef hún væri við völd…!
En áfram lifa þær í kerfinu, ósjálfbæru peningaeignirnar í íslenskum krónum í höndum aflandskrónueigenda, jöklabréfaeigenda, eigenda ríkisskuldabréfa, lífeyrissjóða og húsnæðisbréfa. Einblínt er á dagsgengi krónunnar í viðjum hafta og ímyndað sér að þessar froðueignir séu sambærilegar við peningaeignir í alvöru gjaldmiðlum. Tímabundin túristasveifla nappar Seðlabankann sofandi á verðinum og ímyndunarveikin nær hámarki í hærra gervigengi löngu ónýts gjaldmiðils.
En það kemur að skuldadögum. Hvaða svigrúm verður til róttækra aðgerða þá?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling