
Nú hefur Seðlabankinn leyft krónunni að styrkjast of mikið. Bankinn lýsir því yfir að hann ætli að hefja stórfelld kaup á evrum á næstu vikum og þá er ljóst að gengi krónunnar mun lækka.
Hærra krónugengi er náttúrlega fagnaðarefni fyrir þá Íslendinga sem ferðast til útlanda – og vöruverð ætti að lækka í verslunum, þótt ekki sé víst að það gangi eftir.
En líkast til er þetta bara tímabundið ástand. Gengið eins og það er nú er of hátt til að Ísland nái að greiða af skuldum sínum, í frétt sem Bloomberg birti í gær segir að eðlilegt gengi krónunnar gagnvart evru sé 170 til 180 krónur – eða jafnvel meira.
Að hugsa til þessa að sú var tíðin að gengi evrunnar var undir 90 krónum! Þá kunnu menn nú aldeilis að halda uppi lífskjörum á Íslandi. Nú vonar maður, að því gefnu að við verðum áfram með krónuna (sem allt bendir til) að hún komist einhvern tíma niður undir 130. En það virðist fjarlægt.