
Mitt Romney er skrítinn forsetaframbjóðandi. Hann fer til Bretlands og er í tómu tjóni vegna vitlausra yfirlýsinga. Öll breska pressan dregur hann sundur og saman í háði, og það gerir líka borgarstjórinn í London, Boris Johnson, fyrir framan mikinn mannfjölda í Hyde Park.
Svo fer hann til Ísraels þar sem hann er að safna peningum í kosningasjóði. Það er í sjálfu sér býsna hæpið að gera slíkt í erlendu ríki, en svo gengur Romney enn lengra og lofar vinum sínum í Ísrael stuðningi við stríð gegn Íran. Það er ekki mikil reisn yfir þessu hjá manni sem sækist eftir valdamesta embætti í heimi.