fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Magnað

Egill Helgason
Laugardaginn 28. júlí 2012 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíuleikar hafa alltaf verið fullir af pólitík.

Síðustu leikar í Peking endurspegluðu hugmyndafræði herskálakapítalismans sem er við lýði í Kína.

Bandaríkjamenn sniðgengu leikana í Moskvu 1980 vegna Afganistan, Sovétmenn hefndu og komu ekki á leikana í Los Angeles 1984.

Leikar hafa síðustu árin endurspeglað vald stórfyrirtækja og auðhringa, það er mjög í anda þeirra tíma sem við lifum. Kapítalið hefur nánast keypt leikana eins og þeir leggja sig. Hámarki þótti það ná í Atlanta 1996. Þar var allt til sölu.

Opnunarhátíð Ólympíuleikanna í gær var góð vegna þess að hún lagði áherslu á lýðræði og mannréttindi. Hún sýndi að Ólympíuleika á skilyrðislaust að halda í lýðræðisríkjum.

Margar eftirminnilegustu stundir Ólympíuleikanna eru hápólitískar.

Sigrar Jesse Owens á nasistaleikunum í Berlín 1936. Jesse lét Hitlersfíflin finna til tevatnsins.

Og Tommy Smith og John Carlos þar sem þeir standa hnarreistir með hnefa á lofti á verðlaunapalli eftir 100 metra hlaupið í Mexíkó. Þetta var afdrifaríkt, báðir þurftu að gjalda fyrir þetta – en þetta var magnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling