
Ég taldi fráleitt að ógilda forsetakosningarnar vegna kæru Öryrkjabandalagsins. Þessa ágalla á kosningum má auðveldlega laga, ef vilji stendur til. Það er reyndar ekki víst að öryrki sem ekki getur kosið hjálparlaust geri svo leynilegar með vin sinn, fjölskyldumeðlim eða aðstoðarmann en með liðsinni starfsmanns kjörstjórnar.
Hins vegar voru vissar líkur á að Hæstiréttur myndi ógilda kosningarnar eftir að hafa tínt til ýmsa smálega annmarka þegar stjórnlagaþingskosningarnar voru ógiltar.
En Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að ógilda forsetakosningarnar.
Eins og Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, bendir á kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ágallarnir hafi ekki haft efnisleg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna.
En hvað þá með stjórnlagaþingskosningarnar?
Eða eins og Ragnar segir:
„Í ákvörðuninni þar sem kosningar til stjórnlagaþings voru ógiltar var ekkert minnst á þessa grein.“