

Kommúnistastjórnin í Austur-Þýskalandi endurreisti árið 1987 Nikolaihverfið, elsta borgarhluta Berlínar. Þetta var í tilefni af 750 ára afmæli borgarinnar.
Endurbyggingin var reyndar stóreinkennileg, og ber vott um furðulegt smekkleysi sem einkenndi DDR:
Neðri hluti bygginganna var eins og hann gæti hafa litið út í gamla daga. Efri hlutinn var hins vegar í stíl blokkabygginga sem tíðkuðust í ríkinu, svokallaðra plattenbau.
Þetta er gráthlægileg blanda.
Ég get ekki gert að því að hvenær sem ég sé þessar byggingar verður mér hugsað til húsaþyrpingar í Reykjavík.
Það eru byggingarnar á horni Túngötu og Aðalstrætis, sem voru reistar í „gömlum“ stíl, en samt ekki nema til hálfs. Þær er nefnilega blandaðar þeim arkítektúr sem var í tísku á byggingatímanum, rétt eins og er í Nikolaihverfinu.

Plattenbau í hinu endurbyggða Nikolaihverfi í Berlín.