fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Ameríski draumurinn – í Kanada

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. júlí 2012 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanada er líkt Bandaríkjunum en samt ólíkt. Kanadamenn virðast miklu hæverskari og hlédrægari en Bandaríkjamenn upp til hópa – þeir eru löghlýðnir, ég hef aldrei komið til lands þar sem er rólegri umferðarmenning.

Það var sagt um Kanada að meðan Bandaríkjamenn sunnan landamæranna svæfu með byssur undir koddanum, læstu Kanadamennirnir norðan þeirra ekki einu sinni útidyrunum hjá sér.

Samt er Kanada mikið fjölmenningarsamfélag, langflestir íbúar landsins eru aðkomufólk – og ekki svo langt síðan margt af því kom og fólksstraumur liggur enn til Kanada.

Efnahagslega gengur vel í Kanada, það er ekki síst því að þakka að landið er olíuríki. Og nú eru meðaltekjur í Kanada orðnar hærri en í Bandaríkjunum.

Þegar ég var í Kanada í vor sagði aldraður maður sem hefur búið víða um heim við mig að Kanada væri landið þar sem ameríski draumurinn hefði ræst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling