fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Vald hagsmunaaðila

Egill Helgason
Föstudaginn 8. júní 2012 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki einkamál öflugustu hagsmunasamtaka í landinu hvernig þau beita valdi sínu, heldur tengist það einfaldlega því hvernig við ætlum að haga lýðræðinu í landinu. Það er eitt hlutverk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda að halda vissri fjarlægð frá hagsmunahópum og lobbýisma þeirra.

Ég er nýkominn frá Kanada. Þar er umræða um völd hins ört vaxandi olíuiðnaðar í landinu – sumir halda því fram að Kanada sé að breytast í það sem kallast petro-state, ríki þar sem olíuiðnaðurinn ræður ferðinni. Maður verður var við miklar áhyggjur af þessu.

Hér á Íslandi hefur sjávarútvegurinn lengi ráðið ferð – hann hefur mjög sterk ítök inn í stjórnmálaflokka, hann hefur yfirburði í samtökum atvinnurekenda, í plássum úti á landi ráða handhafar kvótans lögum og lofum.

Það kom stutt tímabil á Íslandi þegar mönnum virtist að fjármálastarfsemi yrði mikilvægari en allt annað á Íslandi – en það reyndust vera draumórar. Þetta þýðir þó ekki að við eigum að hætta að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið.

En það er ekki þar með sagt að sjávarútvegurinn eigi að drottna yfir öllu öðru á Íslandi  og sú krafa er skrítin að helst enginn megi hafa skoðun á því hvernig er farið með sjávarauðlindina – sem er sameign þjóðarinnar – nema að hafa sjálfur verið á sjó.

Gengi krónunnar var lengi skráð eins og sjávarútvegnum hentaði – til tjóns fyrir aðrar greinar. Gengið var fellt eftir því sem útgerðinni hentaði. Nú lifum við tíma þegar hafa orðið geysilega miklir tilflutningar fjármagns til sjávarútvegsins í gegnum lágt gengi krónunnar. Fyrir þetta hafa heimilin í landinu þurft að blæða. Það er því langt í frá eitthvert einkamál sjávarútvegsins hvernig langöflugasti hagsmunahópur Íslands beitir valdi sínu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi