fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Ógeðslegt flipp

Egill Helgason
Laugardaginn 2. júní 2012 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að listamaðurinn Santiago Sierra er hálfgert ógeð.

Það stendur styrr um hvort grjóthnullungur sem hann lét flytja þangað eigi að vera áfram á Austurvelli – þetta er svosem saklaust í samanburði við önnur verk hans.

Meðal afreka Sierras á listasviðinu er eftirtalið:

Vændiskonur sem hann borgaði með heróíni fyrir að leyfa honum að tattóvera löng strik á bak þeirra.

Farandverkamenn sem hann borgaði sem nemur nokkurra stunda kaupi (innan við 5000 krónur) fyrir að fá að tattóvera sams konar strik á bak þeirra.

Atvinnulausir menn sem hann borgaði lágmarkslaun fyrir að sitja hreyfingarlausir í kössum í 30 daga í miklum hita.

Heimilislausar konur sem fengu borgað sem svarar einni nótt á gistiheimili fyrir að standa heilan dag og stara á vegg.

Að borga fátækum körlum lítilræði fyrir að fróa sér fyrir framan myndavélar.

Að borga hópi fólks af mismunandi kynþáttum fyrir að leyfa honum mynda sig í stórum hópum við endaþarmskynmök.

Að sprauta kvoðu sem harðnar og getur haft eituráhrif á bak tíu influttra verkamanna frá Írak.

Er þetta list eða einungis ógeðslegt flipp þar sem er níðst á bjargarvana fólki sem er tilbúið að gera hvað sem er fyrir næstu máltíð eða næsta fix?

Það er svosem ekki nýtt að loddarar vefja svokölluðum listheimi um fingur sér, en Sierra er lítt geðslegt dæmi. Það er svosem hægt að klæða í þriðja flokks speki um að hér séu á ferðinni ógurlegar afhjúpanir, en það verður ekki merkilegra fyrir það.

Steinninn framan á Austurvelli er svosem saklaus í sjálfu sér, grjóthnullungurinn er víst tileinkaður búsáhaldabyltingunni, en ég verð að segja fyrir mína parta að ef kæmi bylting vildi ég ekki vera í sama liði og Sierra.

Kannski hefur þessi bloggari sem skrifar grein undir fyrirsögninni Santiago Sierra you are a cunt nokkuð til síns máls?

 

Vændiskonur sem Santiago Sierra fékk að tattóvera – hann borgaði þeim sem nemur einu heróínfixi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi