fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Upplausn eftir kosningar í Grikklandi

Egill Helgason
Mánudaginn 7. maí 2012 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningaúrslitin í Grikklandi eru þannig að það virðist útilokað að mynda ríkisstjórn í landinu.

Gömlu valdaflokkarnir, Pasok og Nea Demokratia, kratar og íhald, bíða algjört afhroð. Þeim er kennt um ástandið í landinu – og ekki að ástæðulausu. Maður skilur vel Grikki sem ekki geta hugsað sér að kjósa þessa flokka.

Antonis Samaras, formaður Nea Demokratia, fær stjórnarmyndunarumboðið, en maður veit ekki almmennilega hvað hann á að gera. Nauðungarhjónaband Nea Demokratia og Pasok í ríkisstjórn er á enda – það er tæplega von að þeir geti fengið aðra flokka með til að styrkja ríkisstjórnina.

Helsti sigurvegari kosningana, Alexis Tsipras, formaður Syriza, sem er bandalag vinstri flokka, segist vilja mynda vinstri stjórn. Þá líklega með KKE sem er gamli kommúnistaflokkurinn og Lýðræðislega vinstrinu, sem er myndaður af klofningsmönnum úr Syriza og Pasok.

En þetta eru bara orðin tóm – vinstri vængurinn hefur heldur ekki nægt fylgi til að mynda stjórn.

Á hægri vængnum koma svo inn tveir nýjir flokkar, Sjálfstæðir Grikkir sem er klofningur úr Nea Demokratia – flokkurinn er mjög þjóðernissinnaður, er á móti aðhaldsaðgerðum og vill fá stríðsskaðabætur frá Þýskalandi – og nýnasistaflokkurinn Gullin dögun. Það vekur sjálfsagt hrylling hjá mörgum, en sá flokkur fær 7 prósenta fylgi og 21 þingmann.

Laos, sem er þjóðernissinnaður flokkur sanntrúaðra, þurrkast hins vegar út af þingi.

Flokkar sem ná inn þingmönnum þurfa að fá að minnsta kosti 3 prósent atkvæða. Þannig að þrátt fyrir að 32 flokkar hafi boðið fram eru það einungis 7 flokkar sem ná mönnum inn á þing.

Eins og áður segir virðist ekkert framundan í Grikklandi nema stjórnarkreppa, nú fær Samaras að reyna sig, svo Tsipras og þá Evangelos Venizelos, formaður Pasok, krataflokksins sem tapaði heilum 30 prósentustigum í kosningunum. Líklega tekst engum þeirra að mynda stjórn, svo líklegast er að nauðsynlegt verði að kjósa aftur innan tíðar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?