
Það eru æsispennandi kosningar í Frakklandi og Grikklandi í dag og þær gætu haft mikil áhrif á framtíð Evrópu.
Kosningarnar verða meðal umræðuefna í Sifri Egils í dag, en einnig ber á góma landakaup Huangs Nubo, íslensku forsetakosningarnar og upplausnarástand á Alþingi.
Meðal gesta í þættinum eru Styrmir Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Gérard Lemarquis, Margrét Tryggvadóttir, Baldur Þórhallsson og Guðmundur Franklín Jónsson.
Þess má svo geta að síðdegis í dag, klukkan 17, hefst kosningavaka vegna frönsku kosninganna í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Það vill svo til að síðuhaldari er í hlutverki nokkurs konar fundarstjóra.