

Á ensku nefnist málþóf filibuster – og þykir ekki fínt. Í mörgum þjóðþingum eru reglur til að koma í veg fyrir þetta, en hér á landi er eins og það virki ekki.
Alþingi Íslendinga virðist vera að leysast upp í samfellt málþóf. Það er til marks um veika stöðu ríkisstjórnarinnar að hún virðist ekki geta spornað við þessu.
En hróður þingsins eykst ekki við þetta, síður en svo. Nú heyrir maður sagða sögu af varaþingmanni sem kom í þingið og átti að sitja þar nokkurn tíma.
Eftir klukkutíma á varþingmaðurinn að hafa sagt:
„Mig langar heim.“
Það er líka ótrúlegt hvað hægt er að eyða tíma þingsins í – eins og til dæmis að ræða í þingsölum um grein sem prófessor upp í Háskóla skrifaði um Bændasamtökin.
Hvaða hugmyndir hafa þeir um lýðræði og tjáningarfrelsi sem telja að þetta eigi erindi inn á Alþingi?
