fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Samfellt málþóf

Egill Helgason
Föstudaginn 4. maí 2012 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ensku nefnist málþóf filibuster – og þykir ekki fínt. Í mörgum þjóðþingum eru reglur til að koma í veg fyrir þetta, en hér á landi er eins og það virki ekki.

Alþingi Íslendinga virðist vera að leysast upp í samfellt málþóf. Það er til marks um veika stöðu ríkisstjórnarinnar að hún virðist ekki geta spornað við þessu.

En hróður þingsins eykst ekki við þetta, síður en svo. Nú heyrir maður sagða sögu af varaþingmanni sem kom í þingið og átti að sitja þar nokkurn tíma.

Eftir klukkutíma á varþingmaðurinn að hafa sagt:

„Mig langar heim.“

Það er líka ótrúlegt hvað hægt er að eyða tíma þingsins í – eins og til dæmis að ræða í þingsölum um grein sem prófessor upp í Háskóla skrifaði um Bændasamtökin.

Hvaða hugmyndir hafa þeir um lýðræði og tjáningarfrelsi sem telja að þetta eigi erindi inn á Alþingi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?