fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Glundroði

Egill Helgason
Föstudaginn 18. maí 2012 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þórisson er höfundur þessa bréfs sem fjallar um ruglanda í aðdraganda forsetakosninganna.

— — —

Glundroðinn í aðdraganda forsetakosningana er algjör, og fáir virðist vilja tala af hreinskilni um að í þetta sinn ganga kjósendur  með allt aðrar væntingar í kjörklefann en áður.
Orðin Neyðarhemill og Öryggisventill hafa varla verið ofarlega í huga þegar menn krossuðu við Vigdísi eða Kristján Eldjárn.
Í þá daga voru menn fyrst og fremst að velja sér glæsilegan og vel máli farinn mann til að skála prúðbúinn í veislum fyrir fyrirmenni.
Nú hins vegar virðist meirihluti kjósenda helst vilja velja sér einhvern hálfguð á neyðarhemilinn, til að hafa auga með óhæfu alþingi. Eitthvert goð sem er hafið yfir alla pólitík og dægurþras.
Þar að auki virðist fólk sjá þennan umtalaða hemil fyrir sér sem eitthvert guðdómlegt apparat varla af þessum heimi.

Veruleikinn er þó ekki  annar en sá að neyðarhemillinn er pólitískt verkfæri, og pólitíkin á bakvið hann er lítið öðruvísi en pólitíkin sem stunduð er á Austurvelli.
Ef Össur Skarphéðinsson hefði verið forseti, (bara til að nefna einhvern), þá hefði hann skrifað undir Icesave í hvelli.  Hann hefði þar verið samstíga flokksbræðrum og líka þenkjandi umburðarlyndu fólki.
Þeir sem voru á móti Icesave var að sjálfsögðu stjórnarandstaðan og það eingöngu til að vera á móti.
Ólafur var hins vegar á allt öðru róli,,,  hann hafði jú æruna að endurheimta.
Semsagt,, hvernig sem menn líta á það er útkoman bara ósköp  venjuleg pólitík.

En ef menn vilja endilega framlengja stjórnmálaþrasið inn á Bessastaði þá á náttúrulega að gera það af fullri alvöru.
Fyrsta skrefið í þá átt er náttúrulega að frambjóðendur hætti þessum leikaraskap að láta sem þeir hafi engar skoðanir eða stefnur í stjórnmálum. Þeir segjast jú allir sem einn ætla að nota málskotsréttinn, og það þá væntanlega vegna þess að þeir hafa skoðanir á hlutunum.
Kjósendum ætti síðan ekki að standa á sama um pólitískan vilja frambjóðenda.  Verður togað í hemilinn þegar stefnan er of langt til vinstri eða þá til hægri.
Kjósendur þurfa síðan einnig að átta sig á því að neyðarhemillinn getur líka verið notaður gegn þeirra eigin hjartans málum. Rétt eins og gengur og gerist í venjulegum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn