fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Heyrðu menn rétt?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. maí 2012 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður spyr sig hvort rétt hafi heyrst í viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á útvarpi Sögu í morgun – að hann hafi verið farinn að íhuga skipan utanþingsstjórnar á tíma búsáhaldabyltingarinnar svonefndu og jafnvel verið kominn með nöfn hugsanlegra ráðherra á blað.

Má vera að þetta séu einungis vangaveltur í forsetanum, en hefði atburðarásin verið á þessa leið hefði það nánast verið ígildi valdaráns og líklega leitt til þess að forsetinn hefði verið settur af – eða þingið hefði hugsanlega reynt það.

Forseti getur skipað utanþingsstjórn ef það er algjörlega útséð með að ekki sé hægt að mynda stjórn á Alþingi. Þetta hefur aldrei gerst í sögu lýðveldisins, eina fordæmið er þegar Sveinn Björnsson ríkisstjóri skipaði utanþingsstjórnina 1942. Þá gátu stjórnmálaflokkarnir ekki komið sér saman um ríkisstjórn.

Kristján Eldjárn mun hafa íhugað þennan möguleika í langvinnri stjórnarkreppu árið 1980, en þá tók Gunnar Thoroddsen af skarið, klauf Sjálfstæðisflokkinn og myndaði ríkisstjórn.

Aldrei á tímum búsáhaldabyltingarinnar eða eftir hrun var uppi nokkurt slíkt ástand. Stjórn Geirs Haarde féll 26. janúar 2009 og aðeins 1. febrúar tók minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur við. Sú stjórn náði svo meirihluta á Alþingi í kosningum í apríl og situr enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi