fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar og kvótamálin

Egill Helgason
Mánudaginn 14. maí 2012 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson gefur ádrátt á að hann muni synja sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnar  – og þannig efna til þjóðarakvæðagreiðslu um málið.

Líkegast er að frumvarpið sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnuninni yrði fellt – þeir sem eru á bandi LÍÚ eru á móti frumvarpinu og líka þeir sem vilja gagngerar breytingar á kvótakerfinu, þeim finnst að frumvarpið sé algjör bastarður.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla myndi ekki gera út um deilur um kvótakerfið – því aðeins yrðu mjög þröngir valkostir teknir með. Þannig yrði til dæmis ekki kosið um fyrningar- eða tilboðsleið.

Allt veltur þetta reyndar á tímasetningum.

Ef ríkisstjórninni tekst að koma málinu í gegnum þingið í maí eða júní hefur Ólafur svigrúm til að nota málskotsréttinn. Það myndi reyndar koma eins og sprengja inn í kosningabaráttuna.

Ef frumvarpið klárast ekki fyrr en í júlí og Ólafur Ragnar hefur tapað kosningunum – þá mun hann sitja til 1. ágúst þegar nýr forseti tekur við – getur hann í raun ekki synjað lögunum staðfestingar. Það er alls ekki við hæfi að forseti sem búið er að setja af noti slíkt vald.

Setjum sem svo að Þóra Arnórsdóttir vinni kosningarnar, þá er ólíklegt að málið dragist svo lengi að það komi til kasta hennar strax eftir embættistökuna. Hún hefur hins vegar sagt að hún muni nota synjunarvaldið á stór mál sem hafa farið gegnum þingið með naumum meirihluta, þannig að hún hlýtur að teljast til alls líkleg í þessum efnum.

Eða hvað?

Þóra talar líka um að forsetinn eigi að sameina, en þar er þversögn. Forseti sem notar synjunarvaldið á pólitísk hitamál getur ekki annað en sundrað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn