fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Sérkennileg þjóðsaga

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. maí 2012 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein sérkennilegasta þjóðsaga á Íslandi er að Jóhannes kaupmaður sem eitt sinn var kenndur við Bónus hafi verið sérstakur vildarvinur alþýðu. Að hann hafi gert meira fyrir fólkið í landinu en hérumbil allir aðrir.

Jóhannes rak Bónus og verðið var lágt miðað við annað á Íslandi – því verður ekki neitað.

En staðreyndin er sú að þetta var alþjóðleg þróun sem stóð yfir í nokkra áratugi og endaði með því að verslun færðist á æ færri hendur, litlum kaupmönnum var útrýmt og stórar verslanakeðjur náðu kverkataki á framleiðendum og birgjum.

Það er sá veruleiki sem blasir við okkur núna hvarvetna á Vesturlöndum. Jóhannes var helsti fulltrúi þessarar tegundar af kapítalisma á Íslandi. Þetta varð reyndar mjög háþróað hjá þeim feðgum Jóhannesi og Jóni Ásgeiri – því þeir áttu verslanir sem seldu sömu vöruna bæði á lágu verði og á mjög háu verði. Þannig var þeim í lófa lagið að vinna gegn samkeppni.

Nú segist Jóhannes ætla að koma aftur með ensku verslanakeðjuna Iceland. Honum hafi verið bolað burt á sínum tíma – sú fullyrðing mun varla vekja annað en hlátur.

En það er merkilegt að sjá tvo risa í evrópskri verslun koma inn á Íslandsmarkað – Bauhaus kemur með hvelli og hleypir öllu upp á byggingavörumarkaði, og við sjáum hvað setur með Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna