fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sérkennileg þjóðsaga

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. maí 2012 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein sérkennilegasta þjóðsaga á Íslandi er að Jóhannes kaupmaður sem eitt sinn var kenndur við Bónus hafi verið sérstakur vildarvinur alþýðu. Að hann hafi gert meira fyrir fólkið í landinu en hérumbil allir aðrir.

Jóhannes rak Bónus og verðið var lágt miðað við annað á Íslandi – því verður ekki neitað.

En staðreyndin er sú að þetta var alþjóðleg þróun sem stóð yfir í nokkra áratugi og endaði með því að verslun færðist á æ færri hendur, litlum kaupmönnum var útrýmt og stórar verslanakeðjur náðu kverkataki á framleiðendum og birgjum.

Það er sá veruleiki sem blasir við okkur núna hvarvetna á Vesturlöndum. Jóhannes var helsti fulltrúi þessarar tegundar af kapítalisma á Íslandi. Þetta varð reyndar mjög háþróað hjá þeim feðgum Jóhannesi og Jóni Ásgeiri – því þeir áttu verslanir sem seldu sömu vöruna bæði á lágu verði og á mjög háu verði. Þannig var þeim í lófa lagið að vinna gegn samkeppni.

Nú segist Jóhannes ætla að koma aftur með ensku verslanakeðjuna Iceland. Honum hafi verið bolað burt á sínum tíma – sú fullyrðing mun varla vekja annað en hlátur.

En það er merkilegt að sjá tvo risa í evrópskri verslun koma inn á Íslandsmarkað – Bauhaus kemur með hvelli og hleypir öllu upp á byggingavörumarkaði, og við sjáum hvað setur með Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist