fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Forsetaefni úr Háskólanum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. mars 2012 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fjölmiðlafólk sem mest áberandi þegar horft er til frambjóðenda gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Það er eins og gengur – fjölmiðlar eru mjög sjálfhverfir. Og þegar staðan er eins og núna – að það er fyrst og fremst verið að leita að „einhverjum“ sem gæti fellt Ólaf er kannski vonlegt  að fjölmiðlafólk sem sífellt er í sviðsljósinu komi fyrst upp í hugann.

En það eru fleiri staðir á Íslandi en fjölmiðlarnir.

Innan háskólasamfélagsins hafa verið nokkrar vangaveltur um forsetakjör. Sagt er að nokkur hreyfing sé í kringum Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskólans – að talsvert sé rætt um að fá hana í framboð.

Annar hugsanlegur frambjóðandi sem er nefndur er Páll Skúlason, prófessor í heimspeki og fyrrverandi rektor. Sumir segja að heimspekingur sé einmitt það sem Íslendingar þurfa í embættið á þessum tíma – maður sem getur talað af alvöru við þjóðina um erfið álitamál. Þá er líka hægt að horfa til Írlands – annars lands sem lenti í efnahagshruni –  þar sem skáld og heimspekingur var kjörinn forseti nýskeð.

Svo er líka sagt að Páll geti haft annan kost. Hann er fæddur 1945 og myndi varla sitja mörg kjörtímabil í embætti. Og það er ólíklegt að Páll yrði einhvers konar Séð & heyrt forseti.

Páll Skúlason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB