fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Dickens, Mannvist og Guðmundur Haraldsson

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. febrúar 2012 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld fjöllum við um Charles Dickens. 7. febrúar eru liðin 200 ár frá fæðingu þessa mikla rithöfundar sem skóp verk eins og Oliver Twist, David Copperfield, A Tale of Two Cities, Great Expectations, Little Dorrit, Bleak House og Hard Times.

Við segjum frá  merkri bók sem er nýútkomin og nefnist Mannvist, sýnisbók íslenskra fornleifa. Aðalhöfundur bókarinnar er Birna Lárusdóttir. Bókin lýsir ýmsum tegundum fornleifa sem finna má á landinu – allt frá víkingagröfum og kumli, til samgönguminja og minja sem er að finna í og við sjó. Þetta er einstaklega aðgengilegt verk sem opnar augun fyrir því hvað fornleifar geta verið margvíslegar.

Kolbrún og Páll Baldvin fjalla um tvær bækur: Verðlaunabókina Jón forseti allur eftir Pál Björnsson og spennubókina Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur.

En Bragi segir frá vini sínum og eftirminnilegum samborgara, Guðmundi Haraldssyni.

Hin frábæra ljósmynd Sigurgeirs Sigurjónssonar af Guðmundi Haraldssyni, tekin á Prikinu þar sem Guðmundur var fastagestur. Ljósmyndin birtist í bók með myndum eftir Sigurgeir sem nefnist Poppkorn, um hana var fjallað á sínum tíma í Kiljunni og hér á Eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling