

Guardian velur 100 bestu fótboltamenn í heimi.
Það kemur engum á óvart að Lionel Messi er í fyrsta sæti – keppinautur hans, Christiano Ronaldo, er í öðru sætinu.
Í næstu tveimur sætum eru snillingarnir úr spænska landsliðinu, Xavi og Inesta.
Zlatan Ibramovich er í fimmta sæti, en í næstu sætum þar fyrir neðan eru Radamel Falcao, Robin van Persie, Alexander Pirlo, Yaya Toure og Edinson Cavani, Uruguaymaður sem leikur með Napólí.
Það þarf að fara niður í þrítugasta sæti til að finna fyrsta enska leikmanninn, það er Ashley Cole, en næstur þar fyrir neðan er Wayne Rooney.

Messi er bestur – kemur svosem ekki á óvart.