
Þór Saari segir að Íslendingar komist ekki á kaffihús fyrir útlendingum.
(Hann segir reyndar líka að Íslendingar geti ekki lengur farið á Þingvelli, Gullfoss og Geysi vegna útlendinga sem trufli þá.)
Ég hef pínulitla innsýn í rekstur veitingahúsa í Miðbænum. Þegar við kynntumst rak konan mín kaffihús/veitingahús í Lækjargötu.
Þar var staðan einfaldlega svona:
Staðurinn skilaði hagnaði á sumrin þegar ferðamenn voru í landinu. Á veturna var reksturinn í járnum, eða það var jafnvel tap.
Ferðamannatíminn bætti það upp.
Án ferðamannanna væru einfaldlega ekki mörg kaffihús eða veitingahús í bænum.