fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Minnihlutastjórn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. október 2012 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er þá orðin minnihlutastjórn – hún hefur svosem verið það að einhverju leyti hingað til.

En hún nýtur atfylgis Guðmundar Steingrímssonar í flestum málum og Róberts Marshall, sem nú hefur gengið til liðs við Bjarta framtíð. Eða þarf ríkisstjórnin að fara að semja við þá Guðmund og Róbert um öll mál?

Og stundum hleypur Hreyfingin líka undir bagga.

En þetta er orðið fjarskalega tæpt, ætti þá að duga fram á vor, nú er rétt rúmlega hálft ár til kosninga.

Af hverju kveður Róbert Marshall Samfylkinguna?

Er önnur skýring á því en að hann hafi séð að þingmannsferill hans væri á enda við óbreyttar aðstæður? Að hann myndi líklega detta úr. Vísast ætlar hann sér efsta sætið hjá Bjartri framtíð í einhverju kjördæmi þar sem flokkurinn á möguleika að ná þingmanni – það yrði þá væntanlega annað Reykjavíkurkjördæmið eða Kraginn.

En hins vegar blasir 5 prósenta reglan við Bjartri framtíð eins og illkleifur múr. Það er alveg jafn líklegt að flokkurinn fái engan mann á þing og Róbert breytir kannski ekki miklu um það. Með tvo brotthlaupna Samfylkingarmenn í forystu, styðjandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar, hefur flokkurinn varla mjög víða skírskotun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB