

Þetta er Malala Yousafzai. Ég held hún hljóti að vera kjarkaðasta stúlka í heimi. Hún á sér þann draum að stofna stjórnmálaflokk með áherslu á menntun. Vegna þessa sitja öfgamenn um líf hennar. Hún er á spítala eftir morðtilræði. Ódæðismennirnir segjast ætla að reyna aftur ef hún deyr ekki í þetta sinn.
Það mætti sæma hana friðarverðlaunum Nóbels, þótt hún sé bara fjórtán. En það þarf kannski ekki, hún á þegar alla virðingu manns.
Hér á vef Independent má lesa brot úr bloggfærslum Malala Yousafzai. Hún lýsir meðal annars áhyggjum sínum af því að fá ekki að fara í skóla.

