fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Arftaki Jóhönnu

Egill Helgason
Mánudaginn 9. janúar 2012 20:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að í Samfylkingunni standi yfir leit að formanni sem gæti tekið við af Jóhönnu og leitt flokkinn í næstu kosningum.

En Jóhanna er kannski ekkert á förum. Hún þykir hins vegar vera einangruð í flokknum og sagt að það séu einkum þeir Hrannar B. Arnarsson og Steingrímur J. Sigfússon sem hún ráðfærir sig við.

Eftirmenn Jóhönnu liggja hins vegar ekki á lausu.

Dagur B. Eggertsson er varaformaður flokksins og hefur verið talinn erfðaprins, en hann hefur verið lítt áberandi undanfarið. Árni Páll Árnason er líka nefndur, hann var að missa ráðherradóm, þótti taka því vel, en verður seint talinn vinsæll af alþýðu manna. Össur er búinn að vera formaður einu sinni, og svo má nefna Katrínu Júlíusdóttur og Guðbjart Hannesson.

Líklega væri eðlilegast að leita formanns flokksins innan þessa hóps – þótt enginn þar virðist sérlega afgerandi. Annað væri eins og yfirlýsing um að flokknum hafi mistekist í ríkisstjórn.

En svo er auðvitað hugsanlegt að leita víðar – Stefán Jón Hafstein er til dæmis enn í Samfylkingunni eftir því sem best er vitað.

Hvenær ættu þá formannsskiptin að verða?

Ekki of snemma til því þá gæti verið farið að slá í formanninn fyrir kosningar en ekki of seint því þá getur það virkað eins og örvænting.

Nema Jóhanna fari hvergi – um það gætu orðið talsverð átök.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling