
Er ekki sagt að heimskra manna ráð dugi verr sem fleiri koma saman?
Ég ætla ekki að segja að þetta eigi við þegar framboð Guðmundar og Heiðu er annars vegar– en kannski dugir sú aðferð að láta fjölda manns velja nafn á stjórnmálaflokki ekki vel?
Björt framtíð er ekki sérlega gott nafn – þótt það geti auðvitað vanist.
Þetta þarf að beygja, einhver verður þá væntanlega formaður eða talsmaður Bjartrar framtíðar.
Menn hafa líka tilhneigingu til að stytta nöfn svona félaga – skammstöfunin verður þá væntanlega BF.
BF er ekki mjög þjált í munni.
Koma til greina aðrar styttingar?
Jú, til konunafnið Björt, en það er ekki mjög lipurt heldur – eða þá Framtíðin, en það er nafn á málfundarfélagi í MR.
Guðmundur Steingrímsson var einmitt formaður þess félags á sínum tíma.