fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Merkt kvikmyndaskáld deyr í slysi

Egill Helgason
Laugardaginn 28. janúar 2012 01:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríski kvikmyndaleikstjórinn Theo Angelopoulos lés fyrir fáum dögum þegar bifhjól ók á hann í hafnarborginni Pireus. Angelopoulos var þar að vinna að nýrri kvikmynd. Hann var 75 ára.

Angelopoulos var mikill listamaður, hann gerði djúpar myndir sem fjalla um gleymsku og minni – þær eru sérstakar að því leyti að litirnir sem við tengjum við Grikkland koma ekki fram í henni.

Þær eru ekki bláar, hvítar eða grænar – heldur er oft þoka og mistur í myndunum.

Angelopoulos var eftirlæti í evrópskum listabíóum – hann hlaut þrívegis stór verðlaun í Cannes, fyrst fyrir Ferðaleikflokkinn árið 1975, en á tíunda áratugnum fyrir myndirnar Augnaráð Odysseifs og Elífð og dagur. Harvey Keitel leikur í fyrri myndinni en Bruno Ganz í þeirri síðari. Landslag í þoku er önnur stórbrotin mynd eftir hann og fjallar um tvö börn sem eru á leið til Þýskalands til að leita að föður sínum.

Vinkona mín grísk var aðstoðarkona Angelopoulos á árum áður. Hún hefur oft tjáð mér aðdáun sína á honum, hvað listræn sýn hans var skörp og hvað hann lagði á sig til að ná þeim myndum sem hann sá í huga sér.

Skemmtilegasta sagan sem hún segir er reyndar af því þegar hún var að aðstoða Marcello Mastroianni, sem lék aðahlutverk í mynd eftir Angelopoulos sem nefnist Býflugnabóndinn. Þá ók hún með Mastroianni í lítilli Volkswagen bjöllu og hlustaði á hann segja frá því hvað væri erfitt að elska Catherine Deneuve.

Angelopoulos mun hafa verið að vinna að kvikmynd sem fjallar um þær raunir sem Grikkland er að ganga í gegnum. Það hefði sannarlega munað um að fá að kynnast sýn hans á þann veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn