fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Ritskoðun og málfrelsi anno 2012

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. janúar 2012 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að lesa merka bók eftir breska blaðamanninn Nick Cohen. Bókin fjallar um ritskoðun og málfrelsi og nefnist You Can´t Read This Book.

Cohen varð mjög umtalaður fyrir nokkrum árum þegar hann gaf út bókina What´s Left? Hún fjallaði um einkennilega undanlátssemi vinstri manna við ákveðna tegund af harðstjórn og kúgun og hvernig hlutar af vinstrinu voru orðnir afsakendur íslamskra fasista – og nánast komnir í bandalag við þá.

Í nýju bókinni fjallar Cohen meðal annars um tvær hættur sem steðja að tjáningarfrelsinu. Annars vegar er það trúin – eins merkilegt og það er hefur henni vaxið ásmegin síðustu áratugina. Það hafa verið sett alls kyns boð og bönn sem vernda trú fyrir umtali og gagnrýni. Sumir trúarhópar, eins og íslamistar, ganga svo langt að hóta ofbeldi og beita því gegn þeim sem fjalla um trúna á með einhverjum hætti sem þeim er ekki þóknanlegur.

Þetta hefur smitast út um allan útgáfuheiminn – þar ríkir hræðsla við að móðga ofstækisfulla trúmenn. Það er heldur ekki von á góðu þegar öfl sem maður hefði haldið að ættu að verja tjáningarfrelsið tóku afstöðu með ofsækjendum Salmans Rushdies eða þeim sem sturluðust vegna skopmyndanna í Jótlandspóstinum.

Önnur hætta sem Cohen nefnir eru auðmenn sem neyta allra ráða til að koma í veg fyrir að sé fjallað um þá. Þeir hafa aðgang að bestu lögfræðingum og nota gjarnan einhver smáatriði í fréttum um sig til að herja á ritstjóra og útgefendur. Það getur verið mjög erfitt fyrir fjölmiðla að verjast þessu – þeir hafa ekki ótakmarkað fé til að verja í lögfræðikostnað og málaferli. Þá getur stundum verið þægilegra að láta hlutina eiga sig.

Með þessum hætti er komið á innri ritskoðun – blaðamenn, ritskoðendur og útgefendur þurfa sífellt að vera verjast hótunum um málaferli og það hefur sín áhrif. Þannig kaupa peningar þögn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn