fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

200 ár frá fæðingu Dickens

Egill Helgason
Mánudaginn 23. janúar 2012 02:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stórafmæli í bókmenntaheiminum 7. febrúar – þá eru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu Charles Dickens.

Í bókmenntum er erfitt að segja hver er mestur og bestur, en Dickens kemur vel til álita þegar slíkar nafnbætur eru annars vegar.

Hann var feiki afkastamikill, hafði ótrúlega frjótt ímyndunarafl, skapaði ótal frægar persónur, í bókum hans er að finna afar breiðar samfélagslýsingar. Hann tekur líka á kýlum í samfélaginu, bækur hans eru oft fullar af reiði og þrá eftir réttlæti.

Sjálfur lá ég í Dickens á tímabili og hef síðan verið fullur aðdáunar á honum.Á þeim tíma las ég Great Expectations, Bleak House, Nicholas Nickleby og Little Dorrit.

Hér á Íslandi var hann lengst af hafður sem barnabókahöfundur, ég held varla að séu til almennilegar þýðingar á verkum hans – yfirleitt eru það styttar útgáfur fyrir börn. Menningarsjóður gaf þó út Pickwick Papers, og hefur sú útgáfa legið víða. Þýðandinn var Bogi Ólafsson.

Dickens er svo miklu meira en Oliver Twist, David Copperfield og Jólaævintýrið – og meira en myndskreyttu BBC þættirnir – bækurnar hans eru heill heimur sem iðar af lífi, hin dularfulla London 19. aldarinnar, hetur og ljúfmenni, hrappar og klaufar – og mjög fjölbreytt úrval af sérvitringum. Þetta er sagnaheimur sem hægt er að fara inn í og dvelja þar lengi.

Dickenens hefur kannski ekki alltaf þótt sá fínasti í frægðarhöll rithöfunda, bækur hans þykja tilfinningasamar og ótrúverðugar á köflum, enda voru sumar þeirra samdar sem framhaldssögur í blöð og tímarit. En í þeim er einhver kraftur sem er heillandi,  það eru miki átök í bókunum og persónurnar eru dregnar skörpum dáttum – enda hafa margar þeirra orðið að táknmyndum. Dickens lifir sem einn helsti rithöfundur allra tíma, en við nennum síður að lesa ýmsa sem töldust fágaðri höfundar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“