fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Flokkslínur

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. janúar 2012 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svosem ekki víst að VG klofni eftir atburði síðustu daga – en líkurnar á því að fólkið sem nú skipar þingflokkinn verði saman á framboðslistum í næstu kosningum fara hraðminnkandi.

Þráinn Bertelsson lýsti ástandinu innan VG í Silfrinu í dag. Hann talaði um að Steingrímur og Ögmundur gætu ekki unnið saman – og að í ellefu manna þingflokki héldu níu manns saman annars vegar og þrjú hins vegar, Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarnason. Þráinn telur eðlilegast að þau fari sinn veg.

Milli þremenninganna, Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar liggja svo gagnvegir. Ásmundur Einar Daðason er hins vegar kominn í Framsókn.

Það er þá spurning hvað Ögmundur – foringi hópsins – muni gera ef hann vill halda áfram í pólitík. Gengur hann til liðs við Lilju – eða vill hann hafa sitt eigið stjórnmálaafl?

Innan Samfylkingarinnar hafa líka komið fram brestir. Þar eru innandyra þingmenn sem eru í raun komnir á línu Sjálfstæðisflokksins í fjölda mála. Þar fara fara fremstir svokallaðir Vaðlaheiðardrengir, Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Ingibjargararmurinn innan flokksins er mjög vansæll – og það er ekki vitað hvar Árni Páll Árnason lendir eftir að hafa verið settur út úr ríkisstjórninni.

Jóhanna þykir vera mjög úr tengslum við þingflokkinn – það er sagt að það séu eiginlega bara tveir menn sem hafi beinan aðgang að henni, Hrannar B. Arnarson og Steingrímur J. Sigfússon. Öfl innan flokksins vinna að því hörðum höndum að koma Jóhönnu úr formannssætinu svo hægt sé að ganga til kosninga með nýjan formann. Engin samstaða er þó um hver það gæti verið.

Þannig að það er alls staðar uppnám á vinstri vængnum, kannski liggja flokkslínurnar einfaldlega rangt?

Ögmundarfólkið virðist eiga ágætlega heima í þjóðlegum flokki með til dæmis Guðna Ágústssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Styrmi Gunnarssyni og Davíð Oddssyni.

Sigmundur Ernir, Kristján Möller og fleiri innan úr Samfylkingu gætu alveg eins verið í flokki með Tryggva Þór Herbertssyni, Ólöfu Nordal og Bjarna Benediktssyni.

En Steingrímur J., Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir og Björn Valur Gíslason væru kannski ekki illa í sveit sett í flokki með Jóhönnu Sigurðardóttur og vinstri hlutanum af Samfylkingunni.

Þannig má svosem lengi draga línur, en þær virðast valda mörgum óhamingju eins og þær liggja núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum
Flokkslínur

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?