fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Bandarísku kosningarnar og ójöfnuðurinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. janúar 2012 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Obama Bandaríkjaforseti er ekki vinsæll maður, Repúblíkanar þoldu hann náttúrlega aldrei – og hann hefur ekki staðið við fyrirheit sem gefin í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum. Obama hefur engu bylt, hann er reyndar í greipum fjandsamlegs þings, en hann hefur reynst vera mikill vinur Wall Street – tök fjármálanna og stórfyrirtækjanna á bandarískum stjórnmálum eru sterkari en nokkru sinni.

Fyrir ári var stærsta málið í bandarískri pólitík stærð ríkisins og skuldir þess. Á merkilegan hátt hefur þetta verið að breytast í aðdraganda kosninganna – og að sumu leyti Obama í hag. Stóra málið núna er ójöfnuður í Bandaríkjunum. Hinir ofsaríku verða ríkari meðan hlutur millistéttarinnar skerðist. Þetta er þróun sem hefur staðið lengi yfir, en þegar fór að þrengja verulega að í hagkerfinu varð hún meira áberandi.

Það er sagt að tekjur 1 prósents hinna ríkustu hafi hækkað um 278 prósent síðustu þrjá áratugina, þeir þéna nú 21 prósent af tekjum samfélagsins – hlutfallið var 9 prósent fyrir 30 árum. Á móti hafa tekjur 60 prósentanna sem eru í miðjunni hækkað um 40 prósent.

Og þetta er farið að setja mark sitt á kosningarnar. Mitt Romney er ríkastur frambjóðendanna, hann er fjármálamaður sem veit ekki aura sinna tal – og nú er honum legið á hálsi fyrir þetta í forkosningum Repúblikana. Auðsöfnun hefur yfirleitt þótt jákvæð í þeim herbúðum. Andstæðingur hans, Newt Gingrich, hefur rekið kosningabaráttu sína að miklu leyti með fjandsamlegum auglýsingum í garð Romneys.

Gingrich uppsker og vinnur stóran sigur í forkosningunum í Suður-Karólínu. Gingrich er reyndar sá frambjóðandi Repúblikana sem er óvinsælastur meðal almennings – meira en 60 prósent kjósenda þola hann ekki. Hann á enga möguleika á að vinna Hvíta húsið – Romney virðist eini frambjóðandi Repúblikana sem er fær um það. Gingrich er mikill leikari – en það er sagt að hann hafi verið sá frambjóðendanna sem virkaði álíka reiður og kjósendurnir í Suður-Karólínu.

Obama ætti að vera í skýjunum vegna þess hvernig frambjóðendur Repúblikana fara með hver annan. Við endurtalningu kom í ljós að Rick Santorum vann í raun í Iowa – mönnum virðast einkennilega mislagðar hendur við þessar kosningar – og nú sigrar Gingrich í Suður-Karólínu þar sem kjósendur eru upp til hópa íhaldssamir, kristilegir og hallir undir Teboðið.

Ron Paul fékk lítið fylgi – frjálshyggjuboðskapur og ræður gegn stríðsrekstri eiga lítt upp á pallborðið meðal þessa fólks.

Næst er Flórída – 31. janúar.

Newt Gingrich fagnar sigri í Suður-Karólínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?